Hér er hugmyndin að gera lista yfir þær myndasögubækur sem hafa komið út á íslensku. Ekki nóg með það, því líkt og gerist annars staðar í heiminum hefur loksins orðið vakning um verðmæti þessara tegunda bóka sem myndasagan er. Margir muna eftir því að hafa fengið Tinna eða Ástrík í jólagjöf. Svo vinsæl urðu þessi ævintýri að bækurnar voru lesnar aftur og aftur þangað til að þær duttu í sundur og einhvern tíma seinna rötuðu í ruslagám. Jú tætingarvélin varð þeim að bráð. Jafnvel bókasöfn um land allt eiga ekki tilteknar bækur vegna þess að þær eru fyrir löngu lesnar til agna. Sem betur fer hafa margir haldið vel utan um bækurnar sínar og geta verið stoltir af því að eiga flott myndasögusafn.
Verðið sem fylgir hverri bók er til viðmiðunar. Auvitað fer allt eftir því hvort bókin er í mjög góðu ástandi eða ekki. Því betri eintak því dýrmætara. Í þessum flokki eru Ástríksbækurnar mjög eftirsóttar því Fjölvi gaf þær út í kilkjuformi sem gaf sig mjög fljótt ef bókin var lesin oft. Kápan og kjölurinn urðu subbuleg á endanum. Tinna bækurnar koma svo rétt á eftir. Sérstaklega þær sex fyrstu sem komu út á árum 1971 til 1973. Mjög algengt er að kjölurinn sé rifinn og alveg einstakt að finna eintak sem er í mjög góðu ástandi.
380 bækur verða skráðar eða allar síðan 1971 þegar fysrta Tinna bókin kom út. Ef einhverjir luma á eintaki myndasögubóka sem er ekki skráð hér að neðan er hann vinsamlegast beðinn um að láta okkur vita. Einkum bækur sem komu út fyrir 1971.

A - B - C - D - E - F - G - H - I - J - K - L - M - N - O - P - R - S - T - U - V - W - X - Y - Z - Æ - Ö - Þ

Goðheimar / Teik. Peter Madsen – Texti: Hans Rancke-Madsen, Per Vadmand, Peter Madsen, Henninhg Kure / Þýð. Bjarni Fr. Karlsonn / Útg. Iðunn.

 

1          1979       B       Úlfurinn bundinn ..................................................................

  1a      2010       B       Úlfurinn bundinn .....................................................................

2          1980       B       Hamarsheimt ........................................................................

  2a      2011       B       Hamarsheimt .........................................................................

3          1982       B       Veðmál Óðins .......................................................................

4          1988       B       Sagan um Kark .....................................................................

5          1989       B       Förin til Útgarða-Loka............................................................

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is